Reykjanes_honeymoon-016.jpg
 

Verkin okkar eru

Heiðarleg, tilfinningarík & ævintýragjörn

 

Verðlauna
Brúðkaups-
ljósmyndarar.

Við myndum ástfangið fólk. Sköpum heiðarlega list úr minningunum þeirra. Nýtum okkur tækni frásagnarlistarinnar til að skapa sögur sem líta ekki bara vel út heldur rista dýpra, vekja upp tilfinningar, minningar og þrá til að halda á vit ævintýranna. Við heillumst af þöglu augnablikunum andspænis hinni voldugu náttúru Íslands.

 

Um okkur

Við höfum búið allt okkar líf á Íslandi og erum því vön að anda að okkur fersku lofti, standa úti í rigningunni tímunum saman og kunnum að ferðast yfir mosabreiður án þess að valda þeim skaða. Það er langt síðan við gáfumst upp á fullkomnum hárgreiðslum og sættum okkur við hið strangheiðarlega útlit sem íslenski vindurinn skapar okkur.

 
heiddis-insta-003.JPG
 
Insta-HG-001 copy.jpg
 

“Það er ekki séns að við getum giskað á hver hannaði brúðkaupskjólinn þinn, en við getum sagt þér að það á eftir að byrja að rigna eftir 10 mínútur”. 

Við höfum myndað brúðkaup í þó nokkur ár og unnið við ljósmyndun ennþá lengur. Öll þessi reynsla hefur kennt okkur að meta fegurðina í einfaldleikanum. Brúðkaupsljósmyndun í sinni einföldustu mynd snýst um mannleg tengsl. Það að kynnast fólki og fanga þetta stutta en mikilvæga augnablik í lífi þeirra, til að þau og þau sem standa þeim næst geti varðveit minningarnar um ókomin ár. Að leyfa sönnum og heiðarlegum augnablikum, tilfinningum og aðstæðum að njóta sín frekar en að beita flóknum tæknibrellum, uppstillingum eða eftirvinnslu til að gera lífið fallegra en það er nú þegar.

 

Upplifunin

Við nálgumst brúðkaup á okkar hátt. Sú leið hentar ekki öllum og það er líka allt í lagi. Til að við getum skapað verk sem virkilega tala til þeirra sem við myndum og að sama skapi hvetja okkur til að halda áfram og verða betri þurfum við að passa saman og líða vel í návist hvors annars.

Takið ykkur tíma til að lesa um okkar nálgun og hverju þið megið búast við. Ef þetta talar til ykkar og passar við ykkar sýn, þá getum við skapað eitthvað alveg einstakt saman.

 

Þetta snýst allt um upplifunina...

 
  • Nálgun án alls kjaftæðis
    Við mætum í hverja töku með það að markmiði að fanga raunveruleikann. Þetta snýst ekki um fullkomnun, stíf bros eða að ná öllum “réttu” skotunum Þetta snýst um að fanga ákveðna tilfinningu. Þetta er samvinna á milli okkar til að skapa eitthvað úr minningunum ykkar sem við getum öll verið stolt af.

  • Traust
    Þetta er allt byggt á gagnkvæmu trausti, við þurfum að geta treyst hvort öðru til að ná fram bestu útkomunni. Frá því að þið hafið fyrst samband munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að byggja upp þetta traust svo að þegar kemur að brúðkaupsdeginum ykkar treystið þið ykkur til að slaka á og fella grímuna fyrir framan myndavélarnar okkar. Getið verið þið sjálf og við getum fangað hvernig ykkur líður en ekki bara hvernig þið lítið út.

  • Ævintýrið
    Tökur með okkur ná langt út fyrir venjulegar skilgreininar á myndatökum. Við leggjum okkur fram við að búa til einstaka upplifun fyrir pörin okkar. Hvort sem það felst í að kynna ykkur fyrir ótrúlegum myndatökustöðum, sína ykkur hluti í nýju ljósi eða einfaldlega að vera til staðar þegar þið þurfið á smá aðstoð að halda.

  • Einstök saga
    Hver brúðkaupsdagur er óskrifað blað og við mætum ekki með neinar fyrirfram gefnar væntingar svo að við getum búið til sögu sem er einstök fyrir ykkur. Þess vegna er mikilvægt að við kynnumst aðeins fyrir daginn svo að við vitum hvað það er sem skiptir ykkur máli í lífinu. En þetta þýðir líka að þið ættuð að gera hlutina eftir ykkar höfði, ekki eftir hefðum eða þrýstingi frá öðrum. Gerið daginn ykkar persónulegan!

  • Takmarkað framboðVið tökum aðeins að okkur takmarkaðan fjölda af tökum á mánuði. Það er gert til að við getum varið tíma okkar í að veita hverju pari persónulega þjónustu og til að við getum skilað af okkur verkum í hæsta gæðaflokki.

  • óáreiðanleiki á norðurhjara

    Í gegnum árin höfum við orðið sérfræðingar í að mynda ævintýragjörn og ástfangin pör í baráttu við náttúruöflin. Í staðinn fyrir að líta á veður sem góð eða slæm, horfum við frekar á hvernig mismunandi veður býr til mismunandi hughrif og karakter. Rigning, vindur, þoka og snjókoma geta varpað ákveðnum ævintýralegum blæ á myndatökuna. Þessi frekar óþægilegu náttúruöfl verða þess oft valdandi að fólk fellir grímuna, gleymir því að það sé í myndatöku og bara verða þau sjálf. Með því að láta sig hafa kuldan og líta á úfna hárið og skítuga kjólinn sem eitthvað sem hægt er að monta sig af eftir á, er hægt að skapa einstakar brúðkaupsmyndir og þeim fylgja sögur um hugrekki og viljastyrk.

banner-image-004.jpg
 

Þjónustan

Hér fyrir neðan má sjá þjónustuna sem við bjóðum uppá, algengar spurningar og meðmæli frá fyrrum viðskiptavinum.

  • Hvernig virkar þetta?

  • Veldu pakkann sem hentar þér best

  • Fylltu út formið og sendu til okkar

  • Við höfum svo samband með ýtarlegri verðskrá og lausum dagsetningum

 

Brúðkaupspakkar

Fagurkerar

Auður

Insta-C&H-005.jpg
  • Auður er veglegasti pakkinn sem við bjóðum upp á.

  • 12 tímar á deginum

  • 500+ vandlega unnar myndir

  • Fallegt vefgallerí

  • Hágæða brúðkaupsalbúm

 

Gleðskapur

Glaumur

V&I-002.jpg
  • Við myndum sögu brúðkaupsdagsins frá undirbúning og fram á kvöld.

  • 8 tímar á deginum

  • 400+ vandlega unnar myndir

  • Fallegt vefgallerí

 

Kyrrð

Nánd

Insta-S&C-001.jpg
  • Þessi pakki er hugsaður fyrir smærri brúðkaup. Max 30 gestir.

  • 6 tímar á deginum

  • 300+ vandlega unnar myndir

  • Fallegt vefgallerí

Algengar spurningar

  • Hvar eru þið staðsett og myndið þið úti á landi?

    Við búum í Reykjavík en myndum um allt land. Meirihluti brúðkaupanna sem við myndum eru úti á landi og ferðakostnaður er innifalinn í verðinu að undanskildum gistikostnaði.

  • Hvað skilið þið mörgum myndum og hvenær fáum við þær?

    Myndafjöldinn ræðst af því hvaða pakki er valinn. Við höldum hins vegar ekki eftir góðum myndum sem bæta við söguna af brúðkaupsdeginum ykkar og því getur myndafjöldinn verið misjafn eftir brúðkaupum. Við skilum myndum yfirleitt á 4-8 vikum, allt eftir því hversu þétt dagskráin er hjá okkur.

  • Rukkið þið staðfestingargjald?

    Já, við bókun eru greiddar 100.000kr af heildarverðinu til þess að taka frá dagsetningu. Þetta gjald er ekki endurgreiðanlegt en í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 höfum við fært til bókanir án endurgjalds.

  • Hvernig fara greiðslurnar fram?

    Við sendum reikning í tölvupósti og krafa myndast sjálfkrafa í heimabanka viðkomandi. Fyrst fyrir staðfestingargjaldi við bókun og síðan það sem eftir stendur mánuði fyrir brúðkaupsdaginn.

  • Hjálpið þið okkur að velja stað fyrir myndatökuna?

    Við erum til staðar fyrir ykkur í gegnum allt ferlið, frá bókun og fram yfir brúðkaupið. Aðstoðum ykkur með glöðu geði ef þið eruð með einhverjar spurningar eða vantar ráð í aðdraganda brúðkaupsins t.d. með tímalínu fyrir daginn, val á myndatökustöðum, meðmæli með förðunarfræðingum, blómaskreytingum eða athafnastjórum.

  • Hvað ef það verður vont veður?

    Í staðinn fyrir að líta á veður sem góð eða slæm, horfum við frekar á hvernig mismunandi veður býr til mismunandi hughrif og karakter. Við höfum myndað úti í öllum veðrum og þó að hárið ruglist aðeins eða kjólinn verði pínu skítugur er það allt þess virði til að búa til einstakar brúðkaupsmyndir sem fá ykkur til að endurupplifa allar tilfinningarnar og veðrið á brúðkaupsdeginum ykkar.

  • Hvað gerist ef þið komist ekki í brúðkaupið okkar?

    Í öll þau ár sem við höfum starfað sem atvinnu-brúðkaupsljósmyndarar hefur það aldrei gerst að við höfum ekki mætt í brúðkaup. En ef svo ólíklega vill til að eitthvað kemur upp á sem við getum ekki stjórnað myndum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa ykkur við að finna annan ljósmyndara. Við erum vel tengt í bransanum og eigum marga ótrúlega hæfileikaríka vini.

 
 
 
 
 
 
 

Viðurkenningar

 
 
 
 
 
 
 
 

Hafið samband

_S8A8931.jpg

hello@styrmir-heiddis.com

 
 

*Við svörum tölvupóstum á hverjum virkum degi, nema á töku- eða ferðadögum. Ef þú hefur ekki fengið svar innan þriggja virkra daga getur verið að pósturinn frá okkur hafi lent í spam möppunni þinni.